Á súkkulaði treystum vér! Freyja Steingrímsdóttir skrifar 10. apríl 2013 06:00 Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil. Sumir vilja skoða að taka upp Bandaríkjadalinn eða tengja krónuna við hann. Aðrir nefna að taka upp kanadísku lúnuna og enn aðrir horfa öfundaraugum til gjaldmiðla nágrannaþjóða okkar – Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þetta hefur gengið svo langt að nú tel ég fulla ástæðu til þess að spyrja: Hvers vegna ekki að taka upp Disney-dollarann? Já, ég held að gjaldmiðillinn sem notaður er í Disney-landi í Bandaríkjunum yrði jafnvel heppilegri gjaldmiðill en íslenska krónan. Það nota fleiri Disney dollarann daglega en íslensku krónuna og hann felur í sér meiri stöðugleika! Hvern langar ekki í gjaldmiðil sem skartar Mikka mús og setur traust sitt á súkkulaði? Ég bara spyr. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu hjákátlegt það er að 300.000 manna þjóð notist við eigin gjaldmiðil. Trúverðugleiki krónunnar er enginn. Það er ekkert að krónunni – við þurfum bara stöðuga hagstjórn! Segja sumir. Því miður sýnir sagan okkur annað. Ef skoðað er hvernig íslensku krónunni hefur vegnað gagnvart þeirri dönsku frá aðskilnaði þeirra árið 1920 fær maður sjokk. Þá var ein íslensk króna jafngild einni danskri. Í dag þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska (því tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni á 9. áratugnum). Þótt ég elski súkkulaði og fyndist ægilega skemmtilegt að taka upp Disney-dollarann, þá er það ekki raunhæfur möguleiki. Það er ekki heldur raunhæfur möguleiki að taka upp Bandaríkjadalinn, kanadísku lúnuna – eða halda í íslensku krónuna. Eini raunhæfi möguleikinn er upptaka evrunnar. Sama þó að á evrusvæðinu hafi ekki verið eintómt gaman og kandífloss síðustu ár, frekar en á öðrum efnahagssvæðum. Að fá að búa við gjaldgengan, stöðugan gjaldmiðil er ein allra mikilvægasta búbót sem virðulegt löggjafarþing okkar gæti komið í kring á næstu árum. Ég vildi að evran þætti meira sexí, því hún er ansi hörð í horn að taka miðað við hremmingar síðustu ára. Já, hún hefur sætt áföllum, en þegar evran var tekin í notkun fyrir aðeins rúmum áratug síðan var hún töluvert lægri í verði en Bandaríkjadollarinn og helmingi lægri en pundið. Hún hefur styrkst gagnvart þessum gjaldmiðlum síðan og nú þarf um 1,3 dali til að kaupa eina evru. Auk þess er meirihluti inn- og útflutnings okkar til Evrópusambandsríkja. Það er bara heilbrigð skynsemi að taka upp þann gjaldmiðil sem við stundum stærstan hluta utanríkisviðskipta okkar í. Samfylkingin er með skýra stefnu þegar kemur að gjaldmiðilsmálum. Þó við bjóðum ekki upp á ótakmarkaðar birgðir af súkkulaði þá er okkur kappsmál að flytja stöðugleikann inn með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er eitt stærsta hagsmunamál heimila, fyrirtækja og ungs fólks til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Íslenska krónan Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil. Sumir vilja skoða að taka upp Bandaríkjadalinn eða tengja krónuna við hann. Aðrir nefna að taka upp kanadísku lúnuna og enn aðrir horfa öfundaraugum til gjaldmiðla nágrannaþjóða okkar – Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þetta hefur gengið svo langt að nú tel ég fulla ástæðu til þess að spyrja: Hvers vegna ekki að taka upp Disney-dollarann? Já, ég held að gjaldmiðillinn sem notaður er í Disney-landi í Bandaríkjunum yrði jafnvel heppilegri gjaldmiðill en íslenska krónan. Það nota fleiri Disney dollarann daglega en íslensku krónuna og hann felur í sér meiri stöðugleika! Hvern langar ekki í gjaldmiðil sem skartar Mikka mús og setur traust sitt á súkkulaði? Ég bara spyr. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu hjákátlegt það er að 300.000 manna þjóð notist við eigin gjaldmiðil. Trúverðugleiki krónunnar er enginn. Það er ekkert að krónunni – við þurfum bara stöðuga hagstjórn! Segja sumir. Því miður sýnir sagan okkur annað. Ef skoðað er hvernig íslensku krónunni hefur vegnað gagnvart þeirri dönsku frá aðskilnaði þeirra árið 1920 fær maður sjokk. Þá var ein íslensk króna jafngild einni danskri. Í dag þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska (því tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni á 9. áratugnum). Þótt ég elski súkkulaði og fyndist ægilega skemmtilegt að taka upp Disney-dollarann, þá er það ekki raunhæfur möguleiki. Það er ekki heldur raunhæfur möguleiki að taka upp Bandaríkjadalinn, kanadísku lúnuna – eða halda í íslensku krónuna. Eini raunhæfi möguleikinn er upptaka evrunnar. Sama þó að á evrusvæðinu hafi ekki verið eintómt gaman og kandífloss síðustu ár, frekar en á öðrum efnahagssvæðum. Að fá að búa við gjaldgengan, stöðugan gjaldmiðil er ein allra mikilvægasta búbót sem virðulegt löggjafarþing okkar gæti komið í kring á næstu árum. Ég vildi að evran þætti meira sexí, því hún er ansi hörð í horn að taka miðað við hremmingar síðustu ára. Já, hún hefur sætt áföllum, en þegar evran var tekin í notkun fyrir aðeins rúmum áratug síðan var hún töluvert lægri í verði en Bandaríkjadollarinn og helmingi lægri en pundið. Hún hefur styrkst gagnvart þessum gjaldmiðlum síðan og nú þarf um 1,3 dali til að kaupa eina evru. Auk þess er meirihluti inn- og útflutnings okkar til Evrópusambandsríkja. Það er bara heilbrigð skynsemi að taka upp þann gjaldmiðil sem við stundum stærstan hluta utanríkisviðskipta okkar í. Samfylkingin er með skýra stefnu þegar kemur að gjaldmiðilsmálum. Þó við bjóðum ekki upp á ótakmarkaðar birgðir af súkkulaði þá er okkur kappsmál að flytja stöðugleikann inn með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er eitt stærsta hagsmunamál heimila, fyrirtækja og ungs fólks til framtíðar.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar