Tiger eða Sergio Garcia munu klæðast græna jakkanum Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 19:30 Páll Axel Vilbergsson varð Íslandsmeistari í körfuknattleik með Grindavík á síðustu leiktíð. Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson hefur mesta trú á því að Tiger Woods fari með sigur á Masters. Gunnar Hanson tippar á sigur Spánverjans Sergio Garcia. Páll Axel er mikill aðdáandi Tiger Woods. Hann þefar uppi allar beinar útsendingar frá þeim mótum sem Woods leikur í en áhuginn dvínar ansi hressilega þegar Woods er ekki með. Páll Axel spáir Woods öruggum sigri á Masters í ár. „Ég er rosalegur Tiger-maður. Ég sit límdur við skjáinn þegar hann er að keppa. Tiger er búinn að vera í uppsveiflu og hrista af sér persónuleg vandamál. Það mun hjálpa honum að hann tók sér frí fyrir mótið og kemur mjög ferskur og hungraður inn í mótið. Ætli að hann verði ekki með 5-6 högga forystu fyrir lokadaginn og svo klárar þetta örugglega,“ segir Páll Axel, sem á ekki von á óvæntum úrslitum. „Það getur auðvitað allt gerst og það hafa nöfn unnið þetta mót sem maður hafði aldrei heyrt um. Ég held hins vegar að þetta verði árið hans Tigers. Það verða samt þekkt nöfn í næstu sætum fyrir neðan og kæmi mér ekkert á óvart ef það væru bara stórstjörnur í lokaráshópunum á sunnudag.“Leikarinn Gunnar Hansson er liðtækur kylfingur en hann er með í kringum fjóra í forgjöf. Gunnar ætlar ekki að láta Mastersmótið fram hjá sér fara og hefur mikið dálæti af mótinu. Hann segir að erfitt verði að horfa fram hjá Tiger Woods í ár og að hann sé mjög sigurstranglegur. „Það eru mestar líkur á að Tiger vinni þetta. Hann hefur verið frábær í ár og er kominn með blóðið á tennurnar. Það væri auðvelt að veðja á hann. Rory McIlroy gæti einnig náð góðum árangri. Hann varð í öðru sæti um síðustu helgi og þó að hann hafi ekki verið að spila eins vel og í fyrra þá gæti hann alveg unnið. Það eru alveg 25 kylfingar sem koma til greina,“ segir Gunnar. Hann ætlar þó að veðja á sinn uppáhaldskylfing til sigurs í ár. „Sergio Garcia hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og það er rosalega gaman að sjá hann spila. Hann fór í niðursveiflu fyrir nokkrum árum og virtist ekki hafa sjálfur gaman af þessu. Það er allt annað að sjá til hans núna og hann hefur verið góður síðustu mánuði. Það er kannski frekar óskhyggja en eitthvað annað að hann vinni. Það væri leiðinlega skynsamlegt að veðja á Tiger og því segi ég Garcia.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdeginum á Masters hófst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Tiger eða Dustin vinna Masters Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. 11. apríl 2013 16:30 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson hefur mesta trú á því að Tiger Woods fari með sigur á Masters. Gunnar Hanson tippar á sigur Spánverjans Sergio Garcia. Páll Axel er mikill aðdáandi Tiger Woods. Hann þefar uppi allar beinar útsendingar frá þeim mótum sem Woods leikur í en áhuginn dvínar ansi hressilega þegar Woods er ekki með. Páll Axel spáir Woods öruggum sigri á Masters í ár. „Ég er rosalegur Tiger-maður. Ég sit límdur við skjáinn þegar hann er að keppa. Tiger er búinn að vera í uppsveiflu og hrista af sér persónuleg vandamál. Það mun hjálpa honum að hann tók sér frí fyrir mótið og kemur mjög ferskur og hungraður inn í mótið. Ætli að hann verði ekki með 5-6 högga forystu fyrir lokadaginn og svo klárar þetta örugglega,“ segir Páll Axel, sem á ekki von á óvæntum úrslitum. „Það getur auðvitað allt gerst og það hafa nöfn unnið þetta mót sem maður hafði aldrei heyrt um. Ég held hins vegar að þetta verði árið hans Tigers. Það verða samt þekkt nöfn í næstu sætum fyrir neðan og kæmi mér ekkert á óvart ef það væru bara stórstjörnur í lokaráshópunum á sunnudag.“Leikarinn Gunnar Hansson er liðtækur kylfingur en hann er með í kringum fjóra í forgjöf. Gunnar ætlar ekki að láta Mastersmótið fram hjá sér fara og hefur mikið dálæti af mótinu. Hann segir að erfitt verði að horfa fram hjá Tiger Woods í ár og að hann sé mjög sigurstranglegur. „Það eru mestar líkur á að Tiger vinni þetta. Hann hefur verið frábær í ár og er kominn með blóðið á tennurnar. Það væri auðvelt að veðja á hann. Rory McIlroy gæti einnig náð góðum árangri. Hann varð í öðru sæti um síðustu helgi og þó að hann hafi ekki verið að spila eins vel og í fyrra þá gæti hann alveg unnið. Það eru alveg 25 kylfingar sem koma til greina,“ segir Gunnar. Hann ætlar þó að veðja á sinn uppáhaldskylfing til sigurs í ár. „Sergio Garcia hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og það er rosalega gaman að sjá hann spila. Hann fór í niðursveiflu fyrir nokkrum árum og virtist ekki hafa sjálfur gaman af þessu. Það er allt annað að sjá til hans núna og hann hefur verið góður síðustu mánuði. Það er kannski frekar óskhyggja en eitthvað annað að hann vinni. Það væri leiðinlega skynsamlegt að veðja á Tiger og því segi ég Garcia.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdeginum á Masters hófst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Tiger eða Dustin vinna Masters Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. 11. apríl 2013 16:30 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00
Tiger eða Dustin vinna Masters Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. 11. apríl 2013 16:30
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti