Það er ekki lýðræði á Íslandi Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun