Útópía Sigmundar Davíðs og ESB Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. apríl 2013 00:01 28. febrúar, 1998: Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækni sem heldur því fram að samband sé milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Í Bretlandi grípur um sig skelfing. Foreldrar neita að láta bólusetja börn sín. Niðurstöður rannsóknarinnar reynast falsaðar. Enn halda sig þó margir frá hvers konar bólusetningum. 6. apríl, 2013: 1.700 óttaslegnir foreldrar standa með börn sín í biðröð í bresku borginni Swansea þar sem sett hefur verið upp neyðarmóttaka og fram fer fjöldabólusetning gegn mislingum. Faraldur hefur brotist út í borginni vegna þess hve algengt er að börn fædd eftir 1998 hafa ekki verið bólusett. 600 börn hafa smitast.Ekki „öll“ heldur „sum“ Íslenskir pólitíkusar keppast nú við að bjóða kjósendum bót meina sinna. Af loforðum þeirra að dæma virðist sem sá krankleiki sem þarfnast helst lækningar við sé staða „heimilanna í landinu“. Að bæta hag fólks er göfugt markmið. Hugtakið „heimilin í landinu“ eins og það er notað í yfirstandandi kosningabaráttu er þó langt frá því að þýða „öll“ heimilin í landinu. Það er erfitt annað en að bera hrollblandna virðingu fyrir því hvernig Framsóknarflokknum tekst að stýra upp á sitt einsdæmi áherslum kosningabaráttunnar. Á meðan Sigmundur Davíð stikar stórum um hinn pólitíska leikvöll með glæfralegar fullyrðingar um skuldaniðurfellingar reiddar fram á silfurfati og baðar sig í sviðsljósinu trítla leiðtogar annarra flokka uppburðarlitlir á eftir honum í von um að ljóstíra slysist til að falla á þá þar sem þeir tísta: „Okkur er líka annt um heimilin í landinu.“ Látum liggja milli hluta að flestum ber saman um að þær hugmyndir sem framsóknarmenn hyggjast vinna kosningarnar með og snúast um skuldaafskriftir vegna húsnæðislána eru skýjaborg ein. Stóra spurningin er þessi: Á tímum þegar nóg má bæta í íslensku samfélagi, hvers vegna beinist öll athyglin að vandamáli afmarkaðs hóps fólks sem tók of há húsnæðislán? Hvað með þá sem leigja? Hvað með þá sem tóku ekki há lán? Hvað með þá sem eru með aðrar sligandi skuldir sem ekki tengjast húsnæðiskaupum? Ef „heimilin í landinu“ eiga að verða helsta verkefni næstu ríkisstjórnar, af hverju ganga kosningarnar ekki út á að bæta hag allra heimila en ekki bara sumra?Fíllinn í herberginu Þegar fylgst er með kosningabaráttunni verður ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að stjórnmálamenn hafi misst sjónar á rót vandans. Fíllinn í herberginu, mál málanna sem enginn vill tala um lengur, er krónan. Skömmu eftir hrun virtist hver einasti pólitíkus með hugmynd að nýjum gjaldmiðli okkur Íslendingum til handa. Sumar þeirra jöðruðu við að vera jafn handahófskenndar og ef ég styngi upp á, eftir Star Trek maraþon gærkvöldsins, að við tækjum upp klingonska gjaldmiðilinn darsek. En með útilokunaraðferðinni hefur ein leið sýnst praktískust. Að minnast á Evrópusambandið um þessar mundir þykir jafnlítið „trendí“ og að dansa hliðar saman hliðar á Kaffibarnum við nýjasta lag The Charlies í snjóþvegnum gallabuxum. Evrópusambandið og evran eru þó ein hugsanleg leið út úr þeim fjölþætta vanda sem að okkur steðjar. Hátt vaxtastig, vöruverð og verðbólga er það sem helst hefur hrjáð „heimilin í landinu“ síðustu ár. Ef bornar eru saman aðstæðurhér á landi og í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu kemur í ljós sláandi munur á aðstæðum sem „heimili“ þessara landa hafa þurft að búa við:Frá árinu 2008 hefur íslenska matarkarfan hækkað um 32%. Í Evrópusambandinu hækkaði hún um 5,2%.Á síðustu 10 árum fóru vextir Seðlabanka Evrópu hæst í 4,75%. Á sama tímabili fóru vextir Seðlabanka Íslands hæst í 18%.Meðalvextir á óverðtryggðu húsnæðisláni á Írlandi eru nú 3,5%, á Spáni 3,3% og í Þýskalandi 2,9 %. Á Íslandi eru þeir um 6,75%.Síðasta árið var verðbólga á Íslandi á bilinu 3,9% til 6,4%. Verðbólga á evrusvæðinu var aðeins 1,7%-2,7%. Ekki frekar en útópía Framsóknarflokksins, sem virðist skrefinu frá því að lofa að breyta íslensku samfélagi í þjóð kreistilegra kærleiksbjarna skapaða í mynd hins mjúkmála Sigmundar Davíðs, er Evrópusambandið töfralausn. En við höfum ekki efni á að hunsa þann áþreifanlega kost sem Evrópusambandið er, jafnvel þótt hann þyki ekki „trendí“. Meira að segja sá rótgróni Evrópuflokkur Samfylkingin hefur þagað þunnu hljóði um Evrópusambandið þangað til í fyrradag þegar stutt grein eftir formann flokksins birtist um málaflokkinn hér í Fréttablaðinu. Rúmar tvær vikur eru til kosninga. Tími er kominn til að raunverulegar lausnir séu ræddar, lausnir sem taka mið af öllum heimilum í landinu til frambúðar, en ekki bara skammtímalausnir fyrir sum heimili. Og ESB er trúverðugt mótvægi við útópíu Sigmundar Davíðs þegar kemur að hag heimilanna. Samfylkingin ætti því að taka á sig rögg, koma til dyranna eins og hún er klædd og flagga sérstöðu sinni í stað þess að reyna að fela hana í örvæntingarfullri tilraun til að höfða til allra.Morfín, plástrar, bólusetning? Krónan er eins og mislingar, hún er vírus sem streymir um æðar íslensks hagkerfis – íslenskra heimila, íslensks efnahagslífs. Til að lina þjáningar þjóðarinnar býður Sigmundur Davíð morfínsprautu. Leiðtogar hinna flokkanna bjóða plástra. En hvorki morfín né plástrar lækna undirliggjandi meinið. Ef við látum glepjast af vafasömum gylliboðum pólitíkusa í kosningaslag í stað þess að bólusetja okkur við þeim orsakavaldi, þeirri veiru, sem veldur háu vaxtastigi, vöruverði og verðbólgu, megum við vænta þess að innan nokkurra ára, líkt og í Swansea, brjótist út nýr faraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
28. febrúar, 1998: Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækni sem heldur því fram að samband sé milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Í Bretlandi grípur um sig skelfing. Foreldrar neita að láta bólusetja börn sín. Niðurstöður rannsóknarinnar reynast falsaðar. Enn halda sig þó margir frá hvers konar bólusetningum. 6. apríl, 2013: 1.700 óttaslegnir foreldrar standa með börn sín í biðröð í bresku borginni Swansea þar sem sett hefur verið upp neyðarmóttaka og fram fer fjöldabólusetning gegn mislingum. Faraldur hefur brotist út í borginni vegna þess hve algengt er að börn fædd eftir 1998 hafa ekki verið bólusett. 600 börn hafa smitast.Ekki „öll“ heldur „sum“ Íslenskir pólitíkusar keppast nú við að bjóða kjósendum bót meina sinna. Af loforðum þeirra að dæma virðist sem sá krankleiki sem þarfnast helst lækningar við sé staða „heimilanna í landinu“. Að bæta hag fólks er göfugt markmið. Hugtakið „heimilin í landinu“ eins og það er notað í yfirstandandi kosningabaráttu er þó langt frá því að þýða „öll“ heimilin í landinu. Það er erfitt annað en að bera hrollblandna virðingu fyrir því hvernig Framsóknarflokknum tekst að stýra upp á sitt einsdæmi áherslum kosningabaráttunnar. Á meðan Sigmundur Davíð stikar stórum um hinn pólitíska leikvöll með glæfralegar fullyrðingar um skuldaniðurfellingar reiddar fram á silfurfati og baðar sig í sviðsljósinu trítla leiðtogar annarra flokka uppburðarlitlir á eftir honum í von um að ljóstíra slysist til að falla á þá þar sem þeir tísta: „Okkur er líka annt um heimilin í landinu.“ Látum liggja milli hluta að flestum ber saman um að þær hugmyndir sem framsóknarmenn hyggjast vinna kosningarnar með og snúast um skuldaafskriftir vegna húsnæðislána eru skýjaborg ein. Stóra spurningin er þessi: Á tímum þegar nóg má bæta í íslensku samfélagi, hvers vegna beinist öll athyglin að vandamáli afmarkaðs hóps fólks sem tók of há húsnæðislán? Hvað með þá sem leigja? Hvað með þá sem tóku ekki há lán? Hvað með þá sem eru með aðrar sligandi skuldir sem ekki tengjast húsnæðiskaupum? Ef „heimilin í landinu“ eiga að verða helsta verkefni næstu ríkisstjórnar, af hverju ganga kosningarnar ekki út á að bæta hag allra heimila en ekki bara sumra?Fíllinn í herberginu Þegar fylgst er með kosningabaráttunni verður ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að stjórnmálamenn hafi misst sjónar á rót vandans. Fíllinn í herberginu, mál málanna sem enginn vill tala um lengur, er krónan. Skömmu eftir hrun virtist hver einasti pólitíkus með hugmynd að nýjum gjaldmiðli okkur Íslendingum til handa. Sumar þeirra jöðruðu við að vera jafn handahófskenndar og ef ég styngi upp á, eftir Star Trek maraþon gærkvöldsins, að við tækjum upp klingonska gjaldmiðilinn darsek. En með útilokunaraðferðinni hefur ein leið sýnst praktískust. Að minnast á Evrópusambandið um þessar mundir þykir jafnlítið „trendí“ og að dansa hliðar saman hliðar á Kaffibarnum við nýjasta lag The Charlies í snjóþvegnum gallabuxum. Evrópusambandið og evran eru þó ein hugsanleg leið út úr þeim fjölþætta vanda sem að okkur steðjar. Hátt vaxtastig, vöruverð og verðbólga er það sem helst hefur hrjáð „heimilin í landinu“ síðustu ár. Ef bornar eru saman aðstæðurhér á landi og í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu kemur í ljós sláandi munur á aðstæðum sem „heimili“ þessara landa hafa þurft að búa við:Frá árinu 2008 hefur íslenska matarkarfan hækkað um 32%. Í Evrópusambandinu hækkaði hún um 5,2%.Á síðustu 10 árum fóru vextir Seðlabanka Evrópu hæst í 4,75%. Á sama tímabili fóru vextir Seðlabanka Íslands hæst í 18%.Meðalvextir á óverðtryggðu húsnæðisláni á Írlandi eru nú 3,5%, á Spáni 3,3% og í Þýskalandi 2,9 %. Á Íslandi eru þeir um 6,75%.Síðasta árið var verðbólga á Íslandi á bilinu 3,9% til 6,4%. Verðbólga á evrusvæðinu var aðeins 1,7%-2,7%. Ekki frekar en útópía Framsóknarflokksins, sem virðist skrefinu frá því að lofa að breyta íslensku samfélagi í þjóð kreistilegra kærleiksbjarna skapaða í mynd hins mjúkmála Sigmundar Davíðs, er Evrópusambandið töfralausn. En við höfum ekki efni á að hunsa þann áþreifanlega kost sem Evrópusambandið er, jafnvel þótt hann þyki ekki „trendí“. Meira að segja sá rótgróni Evrópuflokkur Samfylkingin hefur þagað þunnu hljóði um Evrópusambandið þangað til í fyrradag þegar stutt grein eftir formann flokksins birtist um málaflokkinn hér í Fréttablaðinu. Rúmar tvær vikur eru til kosninga. Tími er kominn til að raunverulegar lausnir séu ræddar, lausnir sem taka mið af öllum heimilum í landinu til frambúðar, en ekki bara skammtímalausnir fyrir sum heimili. Og ESB er trúverðugt mótvægi við útópíu Sigmundar Davíðs þegar kemur að hag heimilanna. Samfylkingin ætti því að taka á sig rögg, koma til dyranna eins og hún er klædd og flagga sérstöðu sinni í stað þess að reyna að fela hana í örvæntingarfullri tilraun til að höfða til allra.Morfín, plástrar, bólusetning? Krónan er eins og mislingar, hún er vírus sem streymir um æðar íslensks hagkerfis – íslenskra heimila, íslensks efnahagslífs. Til að lina þjáningar þjóðarinnar býður Sigmundur Davíð morfínsprautu. Leiðtogar hinna flokkanna bjóða plástra. En hvorki morfín né plástrar lækna undirliggjandi meinið. Ef við látum glepjast af vafasömum gylliboðum pólitíkusa í kosningaslag í stað þess að bólusetja okkur við þeim orsakavaldi, þeirri veiru, sem veldur háu vaxtastigi, vöruverði og verðbólgu, megum við vænta þess að innan nokkurra ára, líkt og í Swansea, brjótist út nýr faraldur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun