Menntamálin í forgang Skúli Helgason skrifar 11. apríl 2013 07:00 Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar