Vinnuforkur sem lætur verkin tala Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun