Aftur í úrvalsflokk! Elín Hirst skrifar 13. apríl 2013 07:00 Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun