Ertu geðveikur? Teitur Guðmundsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Þetta er orðalag sem við höfum öll heyrt og er gjarnan fleygt meira í gríni en alvöru þegar verið er að ræða hin ýmsu mál. Fáir láta það fara í taugarnar á sér en vafalaust eru einhverjir til sem myndu taka þetta óstinnt upp og sér í lagi ef það væri raunverulega svo. Það er vel þekkt að sumir sjúkdómar og þeir einstaklingar sem þá bera verða fyrir meiri fordómum en aðrir. Yfirleitt er fólk ekkert sérstaklega að flíka því ef það er með kynsjúkdóm, það er almennt feimnismál og líklega flestir sammála því að bera slíkar upplýsingar síður á torg. Sama máli gegnir svo sem um marga sjúkdóma en sennilega er í gegnum tíðina búið að reyna að fela hvað mest hin andlegu vandamál, svo fjölmörg sem þau nú eru. Það er auðvitað ekkert gamanmál að glíma við sjúkdóm en það er enn verra að eiga við hann ef maður hefur það á tilfinningunni að maður þurfi að fela hann eða skammast sín. Þeir eru margir sem átta sig á því að líklega er það ekki rétta leiðin til að glíma við vandann, heldur er betra að leita sér aðstoðar. Síðastliðinn vetur höfum við margoft fengið fregnir af einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína, og almennt eru þetta grípandi frásagnir og hreinskilnar. Þeir sem hlusta og horfa verða þátttakendur í lífi og lífsreynslu þeirra sem slíkt gera og við finnum hvernig þetta tekur á einstaklinginn og okkur en líka hvað það er mikill léttir að geta rætt líf sitt og líðan.Enn langt í land Um margra ára skeið höfum við barist fyrir því að draga úr fordómum, hverju nafni sem þeir kunna að nefnast, og er það vel. Okkur hefur tekist vel upp sums staðar og jafnvel skarað fram úr. Undirrituðum þykir þó enn langt í land með að umræðan um geðsjúkdóma sé á sama plani og það sem gerist til dæmis um aðrar tegundir sjúkdóma og má þar nefna hjartasjúkdóma, en ég þekki fáa slíka sem þykir þeir mikið feimnismál. Þessu þarf að breyta og við þurfum að vinna markvisst að því. Nýleg umræða um lyfjamisnotkun og útskriftir ávanabindandi lyfja sem eru notuð í meðferð við ADHD er eitt dæmi um umfjöllun sem hefur að vissu leyti hindrað að þessum einstaklingum sé hjálpað. Ég er fylgjandi því að hafa gott eftirlit og hindra tilefnislausar útskriftir lyfja sem mest er mögulegt og vinna gegn fíkn, en við verðum líka að bjóða upp á úrræði fyrir þessa hópa. Þá hefur verið fjallað mikið um aukna notkun kvíðastillandi lyfja og þunglyndis- og svefnlyfja hérlendis, sem að einhverju leyti má rekja til þeirrar staðreyndar að lífið hefur verið mörgum ansi erfitt undanfarin ár. En það er ekki nægjanlega góð skýring. Fleiri atriði koma til og eitt er líklega að slík meðferð getur tímabundið verið einfaldari og ódýrari en að fá stuðning í formi samtalsmeðferðar eða hugrænnar atferlismeðferðar sem er ekki niðurgreidd af ríkinu, svo dæmi sé tekið. Margir læknar hafa ekki tíma til að sinna lengri viðtölum á stofu, sérstaklega heimilislæknar, þrátt fyrir að slíkt sé hluti af kjarnaþjónustu í hugmyndafræði heimilislækninga. Það hefur vafalaust áhrif. Kvíði og þunglyndi eru þeir geðsjúkdómar sem fagfólk í heilbrigðisþjónustu mætir hvað oftast og það merkilega er að flestir þeir einstaklingar sem glíma við slíkar raskanir eiga við fleiri en einn vanda að stríða í þeim skilningi að sjálfsmynd, sjálfsálit, samskiptamynstur, áfalla- og fjölskyldusaga og ýmsir ytri þættir hafa veruleg áhrif á einstaklinginn. Því er í raun sjálfgefið að til þess að koma þessum einstaklingum í betra jafnvægi þarf fleiri en eina nálgun að vandanum. Gamla orðatiltækið um að herða sig og láta ekki svona, manna sig upp og takast á við hlutina hljómar ansi hjákátlega í huga þess sem glímir við kvíða sem hann getur jafnvel ekki útskýrt sjálfur. Hið sama á við um þunglyndi sem alla jafna á sér einhverjar rætur. Þar hjálpar ekki bara einhver pilla, heldur þarf að skoða heildarmyndina. Skyndilausnir, hverjar sem þær eru duga, oftast skammt. Bæði fagfólkið og einstaklingarnir sem þjást af ofangreindum vanda þurfa að nálgast viðfangsefnið á þann máta að vera opinská, hreinskilin og samstarfsfús til þess að finna sameiginlega lausnir. Þetta er ekki feimnismál! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þetta er orðalag sem við höfum öll heyrt og er gjarnan fleygt meira í gríni en alvöru þegar verið er að ræða hin ýmsu mál. Fáir láta það fara í taugarnar á sér en vafalaust eru einhverjir til sem myndu taka þetta óstinnt upp og sér í lagi ef það væri raunverulega svo. Það er vel þekkt að sumir sjúkdómar og þeir einstaklingar sem þá bera verða fyrir meiri fordómum en aðrir. Yfirleitt er fólk ekkert sérstaklega að flíka því ef það er með kynsjúkdóm, það er almennt feimnismál og líklega flestir sammála því að bera slíkar upplýsingar síður á torg. Sama máli gegnir svo sem um marga sjúkdóma en sennilega er í gegnum tíðina búið að reyna að fela hvað mest hin andlegu vandamál, svo fjölmörg sem þau nú eru. Það er auðvitað ekkert gamanmál að glíma við sjúkdóm en það er enn verra að eiga við hann ef maður hefur það á tilfinningunni að maður þurfi að fela hann eða skammast sín. Þeir eru margir sem átta sig á því að líklega er það ekki rétta leiðin til að glíma við vandann, heldur er betra að leita sér aðstoðar. Síðastliðinn vetur höfum við margoft fengið fregnir af einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína, og almennt eru þetta grípandi frásagnir og hreinskilnar. Þeir sem hlusta og horfa verða þátttakendur í lífi og lífsreynslu þeirra sem slíkt gera og við finnum hvernig þetta tekur á einstaklinginn og okkur en líka hvað það er mikill léttir að geta rætt líf sitt og líðan.Enn langt í land Um margra ára skeið höfum við barist fyrir því að draga úr fordómum, hverju nafni sem þeir kunna að nefnast, og er það vel. Okkur hefur tekist vel upp sums staðar og jafnvel skarað fram úr. Undirrituðum þykir þó enn langt í land með að umræðan um geðsjúkdóma sé á sama plani og það sem gerist til dæmis um aðrar tegundir sjúkdóma og má þar nefna hjartasjúkdóma, en ég þekki fáa slíka sem þykir þeir mikið feimnismál. Þessu þarf að breyta og við þurfum að vinna markvisst að því. Nýleg umræða um lyfjamisnotkun og útskriftir ávanabindandi lyfja sem eru notuð í meðferð við ADHD er eitt dæmi um umfjöllun sem hefur að vissu leyti hindrað að þessum einstaklingum sé hjálpað. Ég er fylgjandi því að hafa gott eftirlit og hindra tilefnislausar útskriftir lyfja sem mest er mögulegt og vinna gegn fíkn, en við verðum líka að bjóða upp á úrræði fyrir þessa hópa. Þá hefur verið fjallað mikið um aukna notkun kvíðastillandi lyfja og þunglyndis- og svefnlyfja hérlendis, sem að einhverju leyti má rekja til þeirrar staðreyndar að lífið hefur verið mörgum ansi erfitt undanfarin ár. En það er ekki nægjanlega góð skýring. Fleiri atriði koma til og eitt er líklega að slík meðferð getur tímabundið verið einfaldari og ódýrari en að fá stuðning í formi samtalsmeðferðar eða hugrænnar atferlismeðferðar sem er ekki niðurgreidd af ríkinu, svo dæmi sé tekið. Margir læknar hafa ekki tíma til að sinna lengri viðtölum á stofu, sérstaklega heimilislæknar, þrátt fyrir að slíkt sé hluti af kjarnaþjónustu í hugmyndafræði heimilislækninga. Það hefur vafalaust áhrif. Kvíði og þunglyndi eru þeir geðsjúkdómar sem fagfólk í heilbrigðisþjónustu mætir hvað oftast og það merkilega er að flestir þeir einstaklingar sem glíma við slíkar raskanir eiga við fleiri en einn vanda að stríða í þeim skilningi að sjálfsmynd, sjálfsálit, samskiptamynstur, áfalla- og fjölskyldusaga og ýmsir ytri þættir hafa veruleg áhrif á einstaklinginn. Því er í raun sjálfgefið að til þess að koma þessum einstaklingum í betra jafnvægi þarf fleiri en eina nálgun að vandanum. Gamla orðatiltækið um að herða sig og láta ekki svona, manna sig upp og takast á við hlutina hljómar ansi hjákátlega í huga þess sem glímir við kvíða sem hann getur jafnvel ekki útskýrt sjálfur. Hið sama á við um þunglyndi sem alla jafna á sér einhverjar rætur. Þar hjálpar ekki bara einhver pilla, heldur þarf að skoða heildarmyndina. Skyndilausnir, hverjar sem þær eru duga, oftast skammt. Bæði fagfólkið og einstaklingarnir sem þjást af ofangreindum vanda þurfa að nálgast viðfangsefnið á þann máta að vera opinská, hreinskilin og samstarfsfús til þess að finna sameiginlega lausnir. Þetta er ekki feimnismál!
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun