Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einkavæddu vatnið Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. apríl 2013 12:00 Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar