Aukum ráðstöfunartekjur heimilanna Teitur Björn Einarsson skrifar 18. apríl 2013 07:00 Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax. Eitt mikilvægasta skrefið í átt að bættum hag almennings er að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem gerir lækkun skatta að forgangsatriði á nýju kjörtímabili. Lækkun á tekjuskatti einstaklinga skilar fólki strax hærri ráðstöfunartekjum, sem léttir undir með rekstri heimilanna, og með því að lækka tryggingagjaldið er létt undir með fyrirtækjum að skapa fleiri störf. Samhliða verður að ráðast í umbætur á skattlöggjöfinni með það fyrir augum að gera kerfið gegnsærra og skilvirkara. Mikilvægt skref í þeim aðgerðum er að afnema þrepaskiptingu tekjuskatts og lækka virðisaukaskatt sem jafnframt verði í aðeins í einu þrepi. En er skynsamlegt að lækka skatta þegar staða ríkissjóðs er jafn bágborin og raun ber vitni? Svarið er já – það er beinlínis nauðsynlegt. Fjöldi fólks stendur ekki undir þeirri skattbyrði sem ríkið leggur á herðar þess og komið hefur fram að tæplega helmingur heimila í landinu nær ekki endum saman um mánaðamót. Almenningur var ekki spurður þegar ríkisstjórnin hækkaði skatta og gjöld upp úr öllu valdi hvernig hann gæti skorið niður í sínum heimilisrekstri og forgangsraðað. Ríkið verður rétt eins og heimilin að forgangsraða í sínum rekstri og aðlaga sig að efnahagslegum raunveruleika landsins. Veruleikinn er sá að núverandi skattastefna hamlar verðmætasköpun í samfélaginu og letur fólk til góðra verka. Ríkisvaldið býr ekki til verðmæti heldur fólkið í landinu með atorku sinni og hugviti. Skattheimta hins opinbera verður því að vera hvetjandi svo að skilyrði til verðmætasköpunar séu sem best. Aðeins þannig geta heimilin og fyrirtækin í landinu drifið áfram hagvöxt á öllum sviðum atvinnulífsins svo hið opinbera geti fjármagnað og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Um þetta snúast kosningarnar í vor og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn erindi við kjósendur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar