
Hvar ert þú, mín þjóð?
Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.
Þrekvirki
Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum.
Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð.
Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin.
Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði?
Skoðun

Farsæl framfaraskref á Sólheimum
Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Austurland – þrælanýlenda Íslands
Björn Ármann Ólafsson skrifar

Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar

Atvinnustefna er alvöru mál
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

1984 og Hunger Games á sama sviðinu
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Betri leið til einföldunar regluverks
Pétur Halldórsson skrifar

Af Millet-úlpum og öldrunarmálum
Þröstur V. Söring skrifar

Charlie og sjúkleikaverksmiðjan
Guðjón Eggert Agnarsson skrifar

Nú þarf bæði sleggju og vélsög
Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar

Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra
Fróði Steingrímsson skrifar

Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

„Words are wind“
Ingólfur Hermannsson skrifar

Ert þú meðalmaðurinn?
Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Flumbrugangur í framhaldsskólum
Jón Pétur Zimsen skrifar

Miðbær Selfoss vekur ánægju
Bragi Bjarnason skrifar

PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi?
Elísa Ósk Línadóttir skrifar

Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla
Melissa Anne Pfeffer skrifar

Be Kind - ekki kind
Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar

Illa verndaðir Íslendingar
Sighvatur Björgvinsson skrifar

Viðreisn afhjúpar sig endanlega
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Frelsi til sölu
Erling Kári Freysson skrifar

Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig?
Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar

Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Viðreisn lætur verkin tala
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sterkara framhaldsskólakerfi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi
Jón Frímann Jónsson skrifar