Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf! Skúli Helgason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi. Stærsta afrek ríkisstjórnarinnar felst í að hafa afstýrt þjóðargjaldþroti með því að minnka halla ríkissjóðs úr 216 milljörðum árið 2008 í tæplega fjóra milljarða á þessu ári. Þessi árangur sparar ríkissjóði 17 milljarða króna, sem ella hefði þurft að borga í vexti af lánum til að fjármagna hallann. Það er svipuð fjárhæð og fer í rekstur allra háskóla eða framhaldsskóla landsins.Alvöru veiðigjald Við jafnaðarmenn höfum lengi barist fyrir því að þjóðin fengi sanngjarnan hlut í arðinum af sameiginlegum auðlindum sínum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er sú fyrsta sem hefur lagt veiðigjöld á útgerðina sem standa undir nafni. Sjálfstæðismenn sem fóru með yfirstjórn sjávarútvegsmála samfellt frá 1991 til 2008 lögðu á smánarlega lágt gjald, sem nam 0,5-1% af hagnaði útgerðarinnar, sem skilaði 1-2 milljörðum á ári í ríkissjóð. Í ár borgar útgerðin rúma 13 milljarða í veiðigjald sem varið er í fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt.RisaskrefTekjur af veiðigjaldi nýtum við í ár til að byggja upp aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum, örva innlendar og erlendar fjárfestingar í græna hagkerfinu, styrkja skapandi greinar með áherslu á Kvikmyndasjóð og síðast en ekki síst er stigið risaskref til að efla samkeppnissjóðina sem eru drifkraftur vísindarannsókna og tækniþróunar í landinu. Framlög til Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hækka um rúmlega helming eða 1,3 milljarða króna og það er vilji okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni að alls fari sex milljarðar króna í þessa lykilsjóði rannsókna og nýsköpunar á næstu þremur árum samanber fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Slíkur stuðningur við nýsköpun í landinu á sér engin fordæmi í sögu lýðveldisins.Aftur til fortíðar? En nú hefur almenningur í hendi sér hvort sú stefna verður að veruleika eða ekki. Nú stefnir í að næsta ríkisstjórn verði skipuð Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Það ætti að vera þeim mikið áhyggjuefni sem vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu þar sem jafnræði ríkir milli atvinnugreina og stuðningur við nýsköpun og vaxtargreinar er í forgrunni. Báðir þessir flokkar hafa lýst því yfir að þeir vilji vinda ofan af veiðigjaldinu og þar með kippa stoðunum undan auknum stuðningi við samkeppnissjóðina, ferðaþjónustuna, græna hagkerfið og skapandi greinar. Það hillir undir afturhvarf til stóriðjustefnunnar með tilheyrandi ruðningsáhrifum fyrir atvinnulífið.Stefna Samfylkingarinnar Þeir sem vilja fjölbreytt atvinnulíf eiga hins vegar bandamenn í okkur jafnaðarmönnum í Samfylkingunni sem munum hvergi hvika í stuðningi við fjölbreytt atvinnulíf byggt á jafnræði milli greina, ef við fáum til þess stuðning í kosningunum 27. apríl. Við munum leggja mikla áherslu á aukinn stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, með lækkun tryggingagjalds og skattalegum ívilnunum til að örva kaup almennings á hlutabréfum í slíkum fyrirtækjum og verðbréfum í fjárfestingarsjóðum. Síðast en ekki síst munum við efla háskóla og framhaldsskóla og styðja áframhaldandi uppbyggingu samkeppnissjóðanna, sem eru forsenda kröftugrar atvinnuuppbyggingar á komandi árum. Kjósendur hafa skýrt val í komandi kosningum, fjölbreytt atvinnulíf eða afturhvarf til stóriðjustefnunnar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun