Stöðugleika strax! Árni Páll Árnason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar