Oddný á skautum Kristín Guðmundsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar