Íslenska Borgen Einar Freyr Elínarson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun