Stundakennarar – Hinir stéttlausu kennarar? Eiríkur Valdimarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun