Sögulegur Kínasamningur Össur Skarphéðinsson skrifar 22. apríl 2013 14:15 Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar