Handvalið lýðræði hjá Stöð 2 Eyþór Jóvinsson skrifar 23. apríl 2013 11:00 Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar!
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun