Boost-tæknin – bylting í hlaupaskóm 24. apríl 2013 06:00 Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas, með hinn nýja og byltingarkennda skó adidas Energy Boost. Mynd/gva Boost kallast glæný tækni sem adidas hefur þróað í samvinnu við BASF. „Þetta efni er algjör bylting í hlaupaskóm,“ segir Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi. „Allir hlaupaskór undanfarna áratugi hafa verið búnir sóla sem er að mestum hluta búinn til úr efni sem kallast EVA,“ segir Bjarki en bendir á að EVA hafi marga galla. „Til dæmis verður það hart í kulda en mjúkt í hita. Þá þjappast efnið smám saman saman með tímanum og missir þannig eiginleika sína. Boost er hins vegar alltaf eins.“ Boost er afrakstur mikillar þróunarvinnu en adidas lagði upp með að hanna efni sem myndi sameina mýkt og viðbragð. „Þeir vildu eins mikla mýkt og mögulegt væri en vandamálið við mjúka skó er að þeir draga úr orku, því vildu þeir einnig hámarka viðbragð efnisins,“ útskýrir Bjarki. Niðurstaðan var boost. „Efnið er samsett úr mörgum litlum kúlum af TPU. Hver kúla er lítil og hörð í upphafi en þegar hún er hituð og lofti blásið í hana fær hún þá eiginleika að hún er mjúk viðkomu en er líka eins og skopparabolti. Þegar fjöldi slíkra uppblásinna kúla er límdur saman verður til boost-plata sem sólar eru skornir úr.“ Ólíkt EVA heldur boost eiginleikum sínum óháð ytri aðstæðum. „Boost er alveg eins hvort sem er í heitu eða köldu veðri. Þá endist það von úr viti. Meðan sólar úr EVA endast 1.000 til 1.500 kílómetra eru boost-skórnir í lagi allt þar til efra byrðið eða sólinn slitnar,“ segir Bjarki og bætir við að skór með sóla úr boost-efni séu án efa framtíðin. Fyrsti skórinn með hinu nýja efni heitir adidas Energy Boost en hann var kynntur 28. febrúar síðastliðinn og fór á markað í byrjun mars. „Sólinn í þeim skó er hundrað prósent úr boost-efninu. Engin önnur dempun er í skónum en gúmmí er sett utan á efnið til að platan slitni ekki. Eftir það er ytra byrðið fest ofan á eins og í venjulegum skó,“ segir Bjarki. Hann viðurkennir að skórnir séu í dýrara lagi, en þeir kosta 39.990 krónur. Þeir séu þó vel þess virði. „Við eigum von á fleiri hlaupaskóm í haust þar sem aðeins hluti af sólanum verður úr boost-efninu og þeir verða á hagstæðara verði,“ segir hann. Skórnir adidas Energy Boost fást í adidas concept store í Kringlunni og í verslunum Útilífs. Nánari upplýsingar má nálgast á adidas.is. Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Boost kallast glæný tækni sem adidas hefur þróað í samvinnu við BASF. „Þetta efni er algjör bylting í hlaupaskóm,“ segir Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi. „Allir hlaupaskór undanfarna áratugi hafa verið búnir sóla sem er að mestum hluta búinn til úr efni sem kallast EVA,“ segir Bjarki en bendir á að EVA hafi marga galla. „Til dæmis verður það hart í kulda en mjúkt í hita. Þá þjappast efnið smám saman saman með tímanum og missir þannig eiginleika sína. Boost er hins vegar alltaf eins.“ Boost er afrakstur mikillar þróunarvinnu en adidas lagði upp með að hanna efni sem myndi sameina mýkt og viðbragð. „Þeir vildu eins mikla mýkt og mögulegt væri en vandamálið við mjúka skó er að þeir draga úr orku, því vildu þeir einnig hámarka viðbragð efnisins,“ útskýrir Bjarki. Niðurstaðan var boost. „Efnið er samsett úr mörgum litlum kúlum af TPU. Hver kúla er lítil og hörð í upphafi en þegar hún er hituð og lofti blásið í hana fær hún þá eiginleika að hún er mjúk viðkomu en er líka eins og skopparabolti. Þegar fjöldi slíkra uppblásinna kúla er límdur saman verður til boost-plata sem sólar eru skornir úr.“ Ólíkt EVA heldur boost eiginleikum sínum óháð ytri aðstæðum. „Boost er alveg eins hvort sem er í heitu eða köldu veðri. Þá endist það von úr viti. Meðan sólar úr EVA endast 1.000 til 1.500 kílómetra eru boost-skórnir í lagi allt þar til efra byrðið eða sólinn slitnar,“ segir Bjarki og bætir við að skór með sóla úr boost-efni séu án efa framtíðin. Fyrsti skórinn með hinu nýja efni heitir adidas Energy Boost en hann var kynntur 28. febrúar síðastliðinn og fór á markað í byrjun mars. „Sólinn í þeim skó er hundrað prósent úr boost-efninu. Engin önnur dempun er í skónum en gúmmí er sett utan á efnið til að platan slitni ekki. Eftir það er ytra byrðið fest ofan á eins og í venjulegum skó,“ segir Bjarki. Hann viðurkennir að skórnir séu í dýrara lagi, en þeir kosta 39.990 krónur. Þeir séu þó vel þess virði. „Við eigum von á fleiri hlaupaskóm í haust þar sem aðeins hluti af sólanum verður úr boost-efninu og þeir verða á hagstæðara verði,“ segir hann. Skórnir adidas Energy Boost fást í adidas concept store í Kringlunni og í verslunum Útilífs. Nánari upplýsingar má nálgast á adidas.is.
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira