Alþýðufylkingin og kosningarnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun