Hvað með okkur unga fólkið?
Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja.
En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll.
Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi.
Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár?
Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót?
Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB?
Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála.
Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma?
Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka?
Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu?
Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru?
En hvað með okkur unga fólkið?
Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni?
Skoðun
Eftir hverju er verið að bíða?
Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar
Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi
Sabine Leskopf skrifar
Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar
Martha Árnadóttir skrifar
Hlutverk hverfa í borgarstefnu
Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar
Gæludýraákvæðin eru gallagripur
Árni Stefán Árnason skrifar
Glæpamenn í glerhúsi
Ólafur Stephensen skrifar
Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum!
Kristín Thoroddsen skrifar
Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld
Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Dagur mannréttinda (sumra) barna
Vigdís Gunnarsdóttir skrifar
Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag
Ingibjörg Isaksen skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum?
Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Alvöru tækifæri í gervigreind
Halldór Kári Sigurðarson skrifar
Erum við í ofbeldissambandi við ESB?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar
„Við lofum að gera þetta ekki aftur“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning.
Björn Ólafsson skrifar
Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár?
Sigurður Árni Þórðarson skrifar
Íbúðir með froðu til sölu
Björn Sigurðsson skrifar
Að hafa eða að vera
Guðrún Schmidt skrifar
Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða
Inga Sæland skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál?
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Tryggðu þér bíl fyrir áramótin!
Vilhjálmur Árnason skrifar
Formúlu fyrir sigri? Nei takk.
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar
Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð
Nótt Thorberg skrifar
Má umskera dreng í heimahúsi?
Eva Hauksdóttir skrifar
Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður
Eggert Sigurbergsson skrifar
Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla
Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Valþröng í varnarmálum
Gunnar Pálsson skrifar
Fjólubláar prófílmyndir
Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar