Regnboginn svíkur ekki Haraldur Ólafsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar