Eiga píratar erindi við landsbyggðina? Bjarki Sigursveinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi. Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga. Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni. Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu. Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni. Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra. Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi. Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga. Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni. Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu. Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni. Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra. Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun