Skapandi greinar eða skapandi skattar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar