Regnboginn mun efla starfsöryggi Harpa Njálsdóttir og Atli Gíslason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Uppsögn á vinnusamningi hefur í för með sér margvísleg óþægindi fyrir þann sem fyrir verður. Fyrirvaralaus uppsögn getur valdið mikilli röskun í lífi launamanns, hjá konum sem körlum, svo að ekki sé talað um þá móðgun, sem felst í henni. Í núgildandi lögum er kveðið á um lengd uppsagnarfrests og að uppsagnir skuli vera skriflegar. Aðrar kröfur eru ekki gerðar til atvinnurekenda. Geðþótti getur ráðið för við uppsögn ef frá eru taldar undantekningar í sérlögum og örfáum kjarasamningum.Rökstuddar skriflegar uppsagnir Almennt er ekki lögð sú skylda á atvinnurekendur að tilgreina skriflega ástæður uppsagnar. Einber skrifleg tilkynning um uppsögn nægir og atvinnurekandi getur leyst starfsmann þegar í stað undan starfsskyldum en ber eðlilega að greiða laun á uppsagnarfresti. Bak við órökstuddar uppsagnir búa oft ástæður sem fela í sér mismunun samkvæmt jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alkunna er sú mismunun sem konur sæta í íslensku þjóðfélagi. Þær sæta órökstuddum uppsögnum vegna kynferðis síns auk þess að vera mismunað við ráðningar. Önnur staðreynd blasir einnig við. Hún er sú að það gerist æ algengara að miðaldra og eldra fólki með langan starfsaldur sé sagt upp og yngra starfsfólk ráðið í staðinn eða það heldur fremur störfum sínum. En leyndin, sú staðreynd að ekki þurfi að rökstyðja uppsagnir skriflega, útilokar einatt alla sönnun þess að þeim sem sagt er upp hafi verið mismunað. Engum er ofraun að haga uppsögn með málefnalegum og rökstuddum hætti, skriflega, og beita á viðurlögum ef það er vanrækt. Fyrir því berst Regnboginn, sbr. frumvarp Atla Gíslasonar á 141. löggjafarþingi, mál 327, þingskjal 374.Lagabreytinga er þörf Í samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO-158 frá 1982, um uppsögn og ráðningarsamninga er kveðið á um það að sú meginregla gildi að atvinnurekandi megi ekki segja starfsmanni upp, nema ákvörðunin sé byggð á atvikum er varða hæfni og háttsemi hans eða ástæðum sem varða atvinnureksturinn. Gerð er krafa um gildar ástæður, „valid reasons“. Í löggjöf flestra Evrópuríkja, meðal annars Norðurlanda, hafa verið sett lög sem takmarka uppsagnarrétt atvinnurekanda. Þau hafa lögleitt skilyrði um það að gildar og málefnalegar ástæður verði að liggja til grundvallar ákvörðun um uppsögn. Þessi skilyrði hafa ekki raskað starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu fyrirtækja. Verður ekki annað ætlað en að íslensk fyrirtæki geti starfað, vaxið og dafnað við sömu skilyrði. Það er aðeins verið að fara fram á að uppsögn byggist á upplýstum, skriflegum og málefnalega gildum rökum. Dómstólar hafa verið tregir til að dæma launamönnum, sem misgert hefur verið við með ólögmætum uppsögnum, miskabætur, jafnvel ekki í þeim tilvikum þar sem unnt hefur verið að sýna fram á dómgreindarleysi, hörku og óbilgirni atvinnurekanda. Hafa dómstólar vísað til þess að lagaheimild skorti. Er full ástæða til að lögleiða ótvíræða heimild til að greiða launamönnum miskabætur vegna ólögmætra og órökstuddar uppsagna. Regnboginn mun berjast gegn ábyrgðarlausu frelsi til uppsagna og kappkosta að efla kjör launamanna og starfsöryggi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Uppsögn á vinnusamningi hefur í för með sér margvísleg óþægindi fyrir þann sem fyrir verður. Fyrirvaralaus uppsögn getur valdið mikilli röskun í lífi launamanns, hjá konum sem körlum, svo að ekki sé talað um þá móðgun, sem felst í henni. Í núgildandi lögum er kveðið á um lengd uppsagnarfrests og að uppsagnir skuli vera skriflegar. Aðrar kröfur eru ekki gerðar til atvinnurekenda. Geðþótti getur ráðið för við uppsögn ef frá eru taldar undantekningar í sérlögum og örfáum kjarasamningum.Rökstuddar skriflegar uppsagnir Almennt er ekki lögð sú skylda á atvinnurekendur að tilgreina skriflega ástæður uppsagnar. Einber skrifleg tilkynning um uppsögn nægir og atvinnurekandi getur leyst starfsmann þegar í stað undan starfsskyldum en ber eðlilega að greiða laun á uppsagnarfresti. Bak við órökstuddar uppsagnir búa oft ástæður sem fela í sér mismunun samkvæmt jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Alkunna er sú mismunun sem konur sæta í íslensku þjóðfélagi. Þær sæta órökstuddum uppsögnum vegna kynferðis síns auk þess að vera mismunað við ráðningar. Önnur staðreynd blasir einnig við. Hún er sú að það gerist æ algengara að miðaldra og eldra fólki með langan starfsaldur sé sagt upp og yngra starfsfólk ráðið í staðinn eða það heldur fremur störfum sínum. En leyndin, sú staðreynd að ekki þurfi að rökstyðja uppsagnir skriflega, útilokar einatt alla sönnun þess að þeim sem sagt er upp hafi verið mismunað. Engum er ofraun að haga uppsögn með málefnalegum og rökstuddum hætti, skriflega, og beita á viðurlögum ef það er vanrækt. Fyrir því berst Regnboginn, sbr. frumvarp Atla Gíslasonar á 141. löggjafarþingi, mál 327, þingskjal 374.Lagabreytinga er þörf Í samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO-158 frá 1982, um uppsögn og ráðningarsamninga er kveðið á um það að sú meginregla gildi að atvinnurekandi megi ekki segja starfsmanni upp, nema ákvörðunin sé byggð á atvikum er varða hæfni og háttsemi hans eða ástæðum sem varða atvinnureksturinn. Gerð er krafa um gildar ástæður, „valid reasons“. Í löggjöf flestra Evrópuríkja, meðal annars Norðurlanda, hafa verið sett lög sem takmarka uppsagnarrétt atvinnurekanda. Þau hafa lögleitt skilyrði um það að gildar og málefnalegar ástæður verði að liggja til grundvallar ákvörðun um uppsögn. Þessi skilyrði hafa ekki raskað starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu fyrirtækja. Verður ekki annað ætlað en að íslensk fyrirtæki geti starfað, vaxið og dafnað við sömu skilyrði. Það er aðeins verið að fara fram á að uppsögn byggist á upplýstum, skriflegum og málefnalega gildum rökum. Dómstólar hafa verið tregir til að dæma launamönnum, sem misgert hefur verið við með ólögmætum uppsögnum, miskabætur, jafnvel ekki í þeim tilvikum þar sem unnt hefur verið að sýna fram á dómgreindarleysi, hörku og óbilgirni atvinnurekanda. Hafa dómstólar vísað til þess að lagaheimild skorti. Er full ástæða til að lögleiða ótvíræða heimild til að greiða launamönnum miskabætur vegna ólögmætra og órökstuddar uppsagna. Regnboginn mun berjast gegn ábyrgðarlausu frelsi til uppsagna og kappkosta að efla kjör launamanna og starfsöryggi þeirra.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun