Fundið fé? Ögmundur Jónasson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við. 1. Fangelsi á Hólmsheiði. Hið rétta er að þar ákvað Alþingi á sl. þingi að veita fjármunum til nýrrar fangelsisbyggingar eftir rúmlega hálfrar aldrar þjark og stöðnun. Fyrstu skóflustungu fögnuðu starfsmenn Fangelsisstofnunar, fangaverðir, lögreglumenn og fleiri nýlega. 2. Endurnýjun björgunarflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hið rétta er að þar hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna úr öllum flokkum undir forystu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og ákvað að verja veita 30 milljónir króna árlega í átta ár til þessa löngu tímabæra verkefnis. Samtökin efndu til fundar með fréttamönnum í tilefni þess að samkomulagið var undirritað. 3. Ný flugstöð í Reykjavík. Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan nefnir thorgils@frettabladid.is að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar er um að ræða fé sem fjárveitingarvaldið á Alþingi hefur ákveðið að ráðstafa. Það er eðlilegt að fulltrúi framkvæmdavaldsins greini frá stöðu mála í lok kjörtímabils. Hér eru því engin trikk á ferðinni, ágætur thorgils@frettabladid.is, engar framtíðarávísanir án innistæðu, ekkert fundið fé upp úr hatti, aðeins fé sem Alþingi hefur samþykkt að veita til þessara þörfu verkefna.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar