Ný kynslóð Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Kjördagur býður upp á nýtt upphaf. Sumir segja þetta ofmetna fullyrðingu. Aðrir telja að Alþingi og stjórnmálamenn séu alveg búnir að týna jarðtengingunni. Samt upplifa flestir að atkvæði þeirra skipti miklu máli og að við kosningar lokist kaflar og ný tækifæri bjóðist. Íslendingar, eins og flestar þjóðir, eru hugsi yfir því hvernig ákvarðanir stjórnmála og stjórnvalda geti endurspeglað hag almennings betur. Lýðræðið gegnir lykilhlutverki og flestir vilja sjá fjölbreyttari leiðir með þátttöku almennings við ákvarðanatöku, t.d. með aukinni upplýsingatækni. Hvernig aukin lýðræðisleg þátttaka er útfærð, er í höndum stjórnmálamanna. Traust til stjórnmálamanna hefur þó aldrei mælst lægra á Íslandi. Þessi mótsögn er eitt mikilvægasta verkefni næsta þings. Stjórnmálamenn þurfa ekki einungis að endurvinna eigið traust heldur verða þingmenn og sveitarstjórnarmenn að sýna í verki að þeir kunni að hlusta. Þeir þurfa að sýna að þeir taki ábendingar og gagnrýni til greina við ákvarðanatöku og lagagerð.Aukið samráð flokka Aukið traust á verkum stjórnmálamanna felst þó ekki einungis í að þátttaka almennings við ákvarðanatöku verði aukin. Íbúar þessa lands vilja nefnilega líka trúa því að fulltrúalýðræði á þingi geti skilað því að flokkar nái að semja sín á milli um mikilvægustu málefnin. Að minnsta kosti eins langt og það nær. Að samtal, samræður og samningar séu eðlilegur hluti af þingstörfum, miklu frekar en uppsetning á hálfgerðum leikritum og töf mála sem landsmenn eru orðnir dauðleiðir á. Traust á þinginu eykst þegar þingmenn sýna í verki að ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkar geti horft lengra fram í tímann og unnið með stefnumarkandi ákvarðanir sem taka á mikilvægustu verkefnunum. Vantraustið endurspeglast þannig í því að Alþingi nær ekki sátt um stórar, stefnumarkandi ákvarðanir. Eins og tekið er skýrt fram í skýrslu McKinsey um framtíð Íslands verður framtíðaruppbygging efnahagskerfis ómarkviss með öllu nema þingflokkar geti sameinast um viss grundvallarsjónarmið. Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hvaða land sem er. Það er okkur sem þjóð bráðnauðsynlegt að þingið læri af nágrönnum okkar í þessum efnum. Danskir stjórnmálaflokkar hafa t.a.m. í yfir tuttugu ár samið um stefnumótandi ákvarðanir áður en ný lagafrumvörp eru lögð fram. Þannig eru langtímaákvarðanir best teknar.Áskorun til formanna Hvernig sem atkvæði falla á laugardaginn er ljóst að ný kynslóð formanna tekur við stjórn landsins. Kjósendur krefjast þess nú þegar algjör endurnýjun hefur átt sér stað í forystu flokka að þeir taki upp ný vinnubrögð sem endurspegla meiri sátt og meiri langtímasýn fyrir Ísland. Það er mikil áskorun til þingmanna að sýna fram á að kynslóðaskiptin sjáist í verki. Kjósendur líta margir á þetta fólk sem mikilvægustu forsendu þess að hægt verði að endurreisa traust á Alþingi. Næstu ríkisstjórnarflokkar verða að vinna markvisst með þeim flokkum sem ekki taka við lyklum ráðuneyta og sýna þannig kjósendum að starfað verði náið með minnihluta Alþingis að hagsmunamálum þjóðarinnar og framtíðarsýn landsins. Allir kjörnir þingmenn sitja á þingi með það sameiginlega markmið að standa vörð um hag þjóðarinnar og byggja upp betri framtíð fyrir okkar auðuga land. Að sjálfsögðu hafa stjórnmálaflokkar ólíkar áherslur á sama hátt og landsmenn hafa mismunandi skoðanir á hlutunum. Alþingi er hins vegar rúið trausti einmitt af því að ekki eru gerðar neinar alvöru tilraunir til þess að ná sátt í stórum málum. Vinnubrögðin felast, ólíkt því sem þekkist í Danmörku, fremur í að nokkuð ítarlega unnin frumvörp eru lögð fram sem skapa strax ágreining um heildarmyndina. Þegar markmiðin eru sambærileg hjá flokkum á þingi, eins og t.d. að hjálpa verði heimilum í miklum skuldavanda, þá á klárlega að vera gerlegt að ræða hugmyndir allra stjórnmálaafla og vinna sameiginlega að settu marki. Slík vinnubrögð myndu örugglega skila okkur mun betri stefnumörkun og ákvörðunum til lengri tíma.Meira traust Fyrir fjórum árum varð búsáhaldabylting á Íslandi. Fólkið í landinu kallaði á breytt vinnubrögð. Við síðustu kosningar varð töluverð endurnýjun í hópi þingmanna en vinnubrögðin breyttust lítið og margir myndu segja að þau hafi hreinlega versnað. Enn standa stór mál eftir óleyst og þingmenn virðast ekki hafa skynjað að kallað var eftir breyttum vinnubrögðum sem fela í sér að átök verði lögð til hliðar. Það væri skilvirkasta leiðin til að byggja upp traust á Alþingi að nýju en á laugardaginn gefst tilvalið tækifæri fyrir nýkjörna þingmenn að hefja þá vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kosningar 2013 Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Kjördagur býður upp á nýtt upphaf. Sumir segja þetta ofmetna fullyrðingu. Aðrir telja að Alþingi og stjórnmálamenn séu alveg búnir að týna jarðtengingunni. Samt upplifa flestir að atkvæði þeirra skipti miklu máli og að við kosningar lokist kaflar og ný tækifæri bjóðist. Íslendingar, eins og flestar þjóðir, eru hugsi yfir því hvernig ákvarðanir stjórnmála og stjórnvalda geti endurspeglað hag almennings betur. Lýðræðið gegnir lykilhlutverki og flestir vilja sjá fjölbreyttari leiðir með þátttöku almennings við ákvarðanatöku, t.d. með aukinni upplýsingatækni. Hvernig aukin lýðræðisleg þátttaka er útfærð, er í höndum stjórnmálamanna. Traust til stjórnmálamanna hefur þó aldrei mælst lægra á Íslandi. Þessi mótsögn er eitt mikilvægasta verkefni næsta þings. Stjórnmálamenn þurfa ekki einungis að endurvinna eigið traust heldur verða þingmenn og sveitarstjórnarmenn að sýna í verki að þeir kunni að hlusta. Þeir þurfa að sýna að þeir taki ábendingar og gagnrýni til greina við ákvarðanatöku og lagagerð.Aukið samráð flokka Aukið traust á verkum stjórnmálamanna felst þó ekki einungis í að þátttaka almennings við ákvarðanatöku verði aukin. Íbúar þessa lands vilja nefnilega líka trúa því að fulltrúalýðræði á þingi geti skilað því að flokkar nái að semja sín á milli um mikilvægustu málefnin. Að minnsta kosti eins langt og það nær. Að samtal, samræður og samningar séu eðlilegur hluti af þingstörfum, miklu frekar en uppsetning á hálfgerðum leikritum og töf mála sem landsmenn eru orðnir dauðleiðir á. Traust á þinginu eykst þegar þingmenn sýna í verki að ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkar geti horft lengra fram í tímann og unnið með stefnumarkandi ákvarðanir sem taka á mikilvægustu verkefnunum. Vantraustið endurspeglast þannig í því að Alþingi nær ekki sátt um stórar, stefnumarkandi ákvarðanir. Eins og tekið er skýrt fram í skýrslu McKinsey um framtíð Íslands verður framtíðaruppbygging efnahagskerfis ómarkviss með öllu nema þingflokkar geti sameinast um viss grundvallarsjónarmið. Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hvaða land sem er. Það er okkur sem þjóð bráðnauðsynlegt að þingið læri af nágrönnum okkar í þessum efnum. Danskir stjórnmálaflokkar hafa t.a.m. í yfir tuttugu ár samið um stefnumótandi ákvarðanir áður en ný lagafrumvörp eru lögð fram. Þannig eru langtímaákvarðanir best teknar.Áskorun til formanna Hvernig sem atkvæði falla á laugardaginn er ljóst að ný kynslóð formanna tekur við stjórn landsins. Kjósendur krefjast þess nú þegar algjör endurnýjun hefur átt sér stað í forystu flokka að þeir taki upp ný vinnubrögð sem endurspegla meiri sátt og meiri langtímasýn fyrir Ísland. Það er mikil áskorun til þingmanna að sýna fram á að kynslóðaskiptin sjáist í verki. Kjósendur líta margir á þetta fólk sem mikilvægustu forsendu þess að hægt verði að endurreisa traust á Alþingi. Næstu ríkisstjórnarflokkar verða að vinna markvisst með þeim flokkum sem ekki taka við lyklum ráðuneyta og sýna þannig kjósendum að starfað verði náið með minnihluta Alþingis að hagsmunamálum þjóðarinnar og framtíðarsýn landsins. Allir kjörnir þingmenn sitja á þingi með það sameiginlega markmið að standa vörð um hag þjóðarinnar og byggja upp betri framtíð fyrir okkar auðuga land. Að sjálfsögðu hafa stjórnmálaflokkar ólíkar áherslur á sama hátt og landsmenn hafa mismunandi skoðanir á hlutunum. Alþingi er hins vegar rúið trausti einmitt af því að ekki eru gerðar neinar alvöru tilraunir til þess að ná sátt í stórum málum. Vinnubrögðin felast, ólíkt því sem þekkist í Danmörku, fremur í að nokkuð ítarlega unnin frumvörp eru lögð fram sem skapa strax ágreining um heildarmyndina. Þegar markmiðin eru sambærileg hjá flokkum á þingi, eins og t.d. að hjálpa verði heimilum í miklum skuldavanda, þá á klárlega að vera gerlegt að ræða hugmyndir allra stjórnmálaafla og vinna sameiginlega að settu marki. Slík vinnubrögð myndu örugglega skila okkur mun betri stefnumörkun og ákvörðunum til lengri tíma.Meira traust Fyrir fjórum árum varð búsáhaldabylting á Íslandi. Fólkið í landinu kallaði á breytt vinnubrögð. Við síðustu kosningar varð töluverð endurnýjun í hópi þingmanna en vinnubrögðin breyttust lítið og margir myndu segja að þau hafi hreinlega versnað. Enn standa stór mál eftir óleyst og þingmenn virðast ekki hafa skynjað að kallað var eftir breyttum vinnubrögðum sem fela í sér að átök verði lögð til hliðar. Það væri skilvirkasta leiðin til að byggja upp traust á Alþingi að nýju en á laugardaginn gefst tilvalið tækifæri fyrir nýkjörna þingmenn að hefja þá vegferð.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun