Eflum heilsugæslu með aðkomu fleiri heilbrigðisstétta Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun