Aflamarkskerfi, veiðidagakerfi og frjálsar handfæraveiðar Helgi Helgason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.Friðaður til dauða Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir. Nýjar lausnir fyrir alla XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta. Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.Upp úr hjólfarinu Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.Friðaður til dauða Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir. Nýjar lausnir fyrir alla XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta. Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.Upp úr hjólfarinu Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar