Í aðdraganda Alþingiskosninga Sveinn Aðalsteinsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar