Kosið verður um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun