Nýr og skýr valkostur Eldar Ástþórsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun