Finnsku skattarnir og Esko Aho, fv. forsætisráðherra Borgþór S. Kjærnested skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun