Sjálfstæðið Þorsteinn Eggertsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband. Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna árið 1262 og árið 1428 létu Norðmenn Dani fá Ísland í skiptum fyrir eigið sjálfstæði. Ísland varð síðan sjálfstætt, að nafninu til, árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi, að nafninu til, árið 1944. Þá var landið að vísu hernumið og erlendur her yfirgaf það ekki fyrr en árið 2006. Þá komst á einhvers konar sjálfstæði; útrásarvíkingatíminn – sem líktist Sturlungaöld að ýmsu leyti. Það tímabil ríkti fram á haustið 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Ísland er eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og getur því samþykkt eða synjað ýmsum sáttmálum sem þaðan koma, á sama hátt og önnur sjálfstæð ríki. Það sama á við um Evrópusambandið – upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að svokölluðum EES-samningi (eins og aðildarríki ESB eru), en hefur þó engin áhrif á þann samning. Til þess þyrfti það að vera í ESB. Hins vegar heyrist rödd Íslands oft hjá Sameinuðu þjóðunum, enda eru Íslendingar aðilar að þeim samtökum. Margir halda að Íslendingar missi sjálfstæði sitt ef Ísland gengur í ESB. Það er svona álíka rökrétt og ef Sandgerðingar og Garðmenn misstu sjálfsögð íbúaréttindi við að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi sem eftirleiðis héti Suðurnes. Sum af ríkjunum innan Evrópusambandsins hafa farið fullfrjálslega með frelsi sitt, s.s. Grikkland og Spánn. Auðvitað er það, fyrst og fremst, þeirra vandamál, en önnur ríki ESB hafa þá reynt að koma þessum óráðsíuríkjum til hjálpar. Þau þyrftu t.d. ekki að rétta Rússum hjálparhönd ef illa færi að ára fyrir þeim fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að Rússland er ekki eitt af aðildarríkjum ESB. Og hvort Íslendingar þyrftu að taka upp evru ef þeir gengju í ESB? Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband. Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna árið 1262 og árið 1428 létu Norðmenn Dani fá Ísland í skiptum fyrir eigið sjálfstæði. Ísland varð síðan sjálfstætt, að nafninu til, árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi, að nafninu til, árið 1944. Þá var landið að vísu hernumið og erlendur her yfirgaf það ekki fyrr en árið 2006. Þá komst á einhvers konar sjálfstæði; útrásarvíkingatíminn – sem líktist Sturlungaöld að ýmsu leyti. Það tímabil ríkti fram á haustið 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Ísland er eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og getur því samþykkt eða synjað ýmsum sáttmálum sem þaðan koma, á sama hátt og önnur sjálfstæð ríki. Það sama á við um Evrópusambandið – upp að vissu marki. Íslendingar eru aðilar að svokölluðum EES-samningi (eins og aðildarríki ESB eru), en hefur þó engin áhrif á þann samning. Til þess þyrfti það að vera í ESB. Hins vegar heyrist rödd Íslands oft hjá Sameinuðu þjóðunum, enda eru Íslendingar aðilar að þeim samtökum. Margir halda að Íslendingar missi sjálfstæði sitt ef Ísland gengur í ESB. Það er svona álíka rökrétt og ef Sandgerðingar og Garðmenn misstu sjálfsögð íbúaréttindi við að gerast aðilar að sameinuðu sveitarfélagi sem eftirleiðis héti Suðurnes. Sum af ríkjunum innan Evrópusambandsins hafa farið fullfrjálslega með frelsi sitt, s.s. Grikkland og Spánn. Auðvitað er það, fyrst og fremst, þeirra vandamál, en önnur ríki ESB hafa þá reynt að koma þessum óráðsíuríkjum til hjálpar. Þau þyrftu t.d. ekki að rétta Rússum hjálparhönd ef illa færi að ára fyrir þeim fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að Rússland er ekki eitt af aðildarríkjum ESB. Og hvort Íslendingar þyrftu að taka upp evru ef þeir gengju í ESB? Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar