Verðtrygginguna burt? Pétur Blöndal skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar