Gleðilegt sumar! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sumarið er loksins komið. Þrátt fyrir að íslenska veðrið sé ekki alltaf í takt við tímasetningar dagatalsins, vitum við að nú verða dagarnir ekki aðeins lengri og bjartari, heldur verður krafturinn, vonin og bjartsýnin meiri. Þessi sumarbyrjun er líka sérlega ánægjuleg þar sem við fáum á sama tíma tækifæri til að gera breytingar til góðs á Íslandi, fjölga hér tækifærum og hefja uppbyggingu. Á morgun göngum við til kosninga sem snúast fyrst og fremst um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum haga málum næstu árin. Á morgun kjósum við um framtíðina. Við kjósum um ný tækifæri, ný vinnubrögð og nýja von. Ég hef átt þess kost að undanförnu að hitta margt fólk víða um land. Þau samtöl hafa sannfært mig um að viðfangsefni komandi kjörtímabils snúist einkum um þrennt. Í fyrsta lagi að lækka skatta með áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi þarf að bregðast með raunhæfum og sanngjörnum hætti við skuldavanda heimilanna. Og í þriðja lagi þarf að sækja fram í atvinnulífinu og fjölga störfum með afnámi gjaldeyrishafta, einkaframtaki, og nýsköpun þannig að við getum tryggt traustan grunn fyrir þá velferðarþjónustu sem við viljum vernda. Þetta eru brýnustu viðfangsefnin. Þetta eru viðfangsefni sem snerta alla og það er skylda okkar sem störfum í stjórnmálum að hlusta, bretta upp ermar og vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Þessi verkefni verða leyst sameiginlega af stjórnmálamönnum sem trúa á fólkið og af fólki sem trúir á framtíðina. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verkefni okkar er að sjá til þess að Ísland verði þannig land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem bíður okkar. Við eigum skilið að skipa okkur í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið aukinn kaupmátt sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okkur slíkt tækifæri. Við stígum fyrsta skrefið á morgun.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar