Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega! Sólrún Jóhannesdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist hressilega aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Það er óásættanlegt að búa við tvöfalt verð á húsnæði og mun hærra matvælaverð en þekkist í nágrannalöndunum. Með allar okkar náttúruauðlindir og mannauð erum við í þessari stöðu sem segir okkur að við höfum ekki haldið rétt á spilunum. Mistök fyrri ráðamanna eiga að vera námskrá dagsins í dag. Við viljum nefnilega ekki alltaf velja íslenskt, hver vill íslenskt vaxtastig, íslenskar efnashagssveiflur og hverjir vilja áfram notast við íslenskar skammtímalausnir? Verðugir fulltrúar fólksins taka þjóðarhag fram yfir einkahagsmuni, það er hið eiginlega lýðræði sem þjóðin á skilið.Aukin aðkoma íbúa Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að að farið sé að vilja almennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainnistæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist hressilega aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Það er óásættanlegt að búa við tvöfalt verð á húsnæði og mun hærra matvælaverð en þekkist í nágrannalöndunum. Með allar okkar náttúruauðlindir og mannauð erum við í þessari stöðu sem segir okkur að við höfum ekki haldið rétt á spilunum. Mistök fyrri ráðamanna eiga að vera námskrá dagsins í dag. Við viljum nefnilega ekki alltaf velja íslenskt, hver vill íslenskt vaxtastig, íslenskar efnashagssveiflur og hverjir vilja áfram notast við íslenskar skammtímalausnir? Verðugir fulltrúar fólksins taka þjóðarhag fram yfir einkahagsmuni, það er hið eiginlega lýðræði sem þjóðin á skilið.Aukin aðkoma íbúa Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að að farið sé að vilja almennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainnistæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar