Er ein skoðun betri en gott starf? Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar