Reglur utan og innan vallar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fréttablaðið sagði fyrr í vikunni frá því að íslenzk íþróttafélög stæðu íþróttahreyfingum í nágrannalöndunum að baki hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og félagsráðgjafi, sagði í samtali við blaðið frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á kynferðisofbeldi, siðareglum og fræðslu í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt þeim eru íslenzk íþróttafélög flest aftarlega á merinni. Þjálfarar fá ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi og þekkja ekki verkferla hjá félögum sínum. Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla í Englandi, flutti erindi í vikunni á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Ísland stæði langt að baki öðrum löndum hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisofbeldi í íþróttum. „Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Brackenridge. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Þetta er áreiðanlega rétt hjá þessum sérfræðingum. Hættan á kynferðislegu ofbeldi er ekki síðri í íþróttafélögum en öðrum stofnunum og samtökum þar sem starfað er með börnum og unglingum, eins og dæmin sanna raunar. Umræða um þessi mál tengist umfjöllun á breiðari grundvelli um ofbeldi og einelti í íþróttahreyfingunni. Það eru óljós mörk á milli þess hóp-fávitaháttar sem grípur oft að minnsta kosti karlmenn á öllum aldri þegar þeir eru berir saman í búningsklefa og kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis. Margt af því sem í eina tíð viðgekkst utan vallar og þótti sjálfsagt fellur í dag klárlega undir skilgreiningar á slíkum brotum. „Manndómsvígslur“ á borð við flengingar nýliða, sem reglulega fá athygli í fjölmiðlum eru sömuleiðis á þessum mörkum. Svo furðulegt sem það kann að virðast, eru enn margir í íþróttahreyfingunni sem verja slíka niðurlægjandi framkomu gagnvart yngri leikmönnum. Þótt einstök íþróttafélög hafi brugðizt rétt við atvikum þar sem einelti og ofbeldi, meðal annars af kynferðislegum toga, hefur komið við sögu, hefur skort á heildstæð viðbrögð íþróttahreyfingarinnar. Það stendur nú til bóta. Siðareglur sem eiga að fyrirbyggja kynferðisbrot eru í smíðum í samvinnu Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Nýafstaðið íþróttaþing ÍSÍ samþykkti lagabreytingu sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til starfa sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Þingið samþykkti sömuleiðis áskorun þar sem aðildarfélögin eru hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Þetta eru rétt viðbrögð. Skýrar reglur eiga að gilda um samskipti í íþróttahreyfingunni, bæði innan og utan vallar, og það á að taka hart á ofbeldi og virðingarleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Fréttablaðið sagði fyrr í vikunni frá því að íslenzk íþróttafélög stæðu íþróttahreyfingum í nágrannalöndunum að baki hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og félagsráðgjafi, sagði í samtali við blaðið frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á kynferðisofbeldi, siðareglum og fræðslu í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt þeim eru íslenzk íþróttafélög flest aftarlega á merinni. Þjálfarar fá ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi og þekkja ekki verkferla hjá félögum sínum. Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla í Englandi, flutti erindi í vikunni á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Ísland stæði langt að baki öðrum löndum hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisofbeldi í íþróttum. „Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Brackenridge. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Þetta er áreiðanlega rétt hjá þessum sérfræðingum. Hættan á kynferðislegu ofbeldi er ekki síðri í íþróttafélögum en öðrum stofnunum og samtökum þar sem starfað er með börnum og unglingum, eins og dæmin sanna raunar. Umræða um þessi mál tengist umfjöllun á breiðari grundvelli um ofbeldi og einelti í íþróttahreyfingunni. Það eru óljós mörk á milli þess hóp-fávitaháttar sem grípur oft að minnsta kosti karlmenn á öllum aldri þegar þeir eru berir saman í búningsklefa og kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis. Margt af því sem í eina tíð viðgekkst utan vallar og þótti sjálfsagt fellur í dag klárlega undir skilgreiningar á slíkum brotum. „Manndómsvígslur“ á borð við flengingar nýliða, sem reglulega fá athygli í fjölmiðlum eru sömuleiðis á þessum mörkum. Svo furðulegt sem það kann að virðast, eru enn margir í íþróttahreyfingunni sem verja slíka niðurlægjandi framkomu gagnvart yngri leikmönnum. Þótt einstök íþróttafélög hafi brugðizt rétt við atvikum þar sem einelti og ofbeldi, meðal annars af kynferðislegum toga, hefur komið við sögu, hefur skort á heildstæð viðbrögð íþróttahreyfingarinnar. Það stendur nú til bóta. Siðareglur sem eiga að fyrirbyggja kynferðisbrot eru í smíðum í samvinnu Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Nýafstaðið íþróttaþing ÍSÍ samþykkti lagabreytingu sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til starfa sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Þingið samþykkti sömuleiðis áskorun þar sem aðildarfélögin eru hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Þetta eru rétt viðbrögð. Skýrar reglur eiga að gilda um samskipti í íþróttahreyfingunni, bæði innan og utan vallar, og það á að taka hart á ofbeldi og virðingarleysi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun