Hvað kostar frelsið? Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun