Fæðuöryggi inn í kjörklefann Svala Georgsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun