Brotvænt Ísland Halldór Berg Harðarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun