Fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun