Nýjar hugmyndir í þágu heimilanna Ingvar Garðarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar