Gleymum ekki stóru smámálunum Sigurður Jónas Eggertsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Fjölmargir þurfa að taka inn lyf að staðaldri til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Þetta á t.d. við um marga flogaveika, ofvirka og við þá sem eru með Tourette-heilkenni svo eitthvað sem nefnt. Sá galli er á gjöf Njarðar að bæði markmiðin missa marks. Lyf við þessum kvillum eru eins og er niðurgreidd að hluta eða öllu leyti og því munu útgjöld margra sem nauðsynlega þurfa á lyfjum að halda aukast en ekki minnka. Væntanlega má færa rök fyrir því að lagabreytingin auki jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum en það er lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir stórauknum lyfjakostnaði. Því miður vill það brenna við þegar leysa á tiltekið vandamál að það gleymist að hugsa um heildarmyndina. Það er t.d. mjög algengt að samhliða flogaveiki glími einstaklingar við aðrar raskanir svo sem ofvirkni, einhverfu og/eða þroskahömlun. Meðhöndlun er ekki eingöngu bundin við inntöku lyfja heldur einnig meðferð hjá sérfræðingum eins og iðjuþjálfum, þroskaþjálfurum, talmeinafræðingum og sjúkraþjálfurum svo eitthvað sé talið upp. Ef auka á jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum þá er ekki eingöngu hægt að horfa til þátttöku ríkisins í lyfjum. Horfa þarf á heildarkostnað fjölskyldunnar sem einstaklingurinn tilheyrir vegna sjúkdómsins. Við í Dögun samþykktum á landsfundi okkar nú í mars að falla frá breytingum á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og vona ég að við fáum brautargengi í komandi kosningum til að vinna að þessu máli á þingi því hér er mikið hagsmunamál á ferð, ekki síst fyrir fjölskyldur veikra barna. Ég hef heyrt í mörgu fjölskyldufólki sem hefur miklar áhyggjur af lyfjakostnaði eftir að breytingarnar taka gildi í maí og það er sorgleg staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur mörg heimili eftir í.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun