Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun