Fótbolti

Þurfa mörk frá Ronaldo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ronaldo skoraði markið í fyrri leiknum sem gæti reynst gulls í gildi.
Ronaldo skoraði markið í fyrri leiknum sem gæti reynst gulls í gildi. Nordicphotos/AFP
Real Madrid þarf að blása til sóknar þegar liðið tekur á móti Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þjóðverjarnir gulklæddu unnu 4-1 sigur í fyrri leiknum þar sem Robert Lewandowski skoraði öll mörkin fjögur.

„Við getum uppfyllt draum fjölmargra stuðningsmanna okkar. Við verðum að halda rétt á spilunum,“ segir Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund.

Madrid-liðar þurfa að skora að lágmarki þrisvar en með Portúgalann Cristiano Ronaldo innanborðs getur allt gerst.

„Það vita allir að Cristiano er alltaf tilbúinn í slaginn. Sama hvaða leikur það er. Við þurfum samt sérstaklega mikið á honum og mörkunum hans að halda í þessum leik,“ segir liðsfélagi hans, Sami Khedira.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Upphitun hefst á slaginu kl. 18.


Tengdar fréttir

Mourinho: Dortmund miklu betra

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var að vonum stúrinn eftir tapið stóra gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld.

Lewandowski: Mörkin eru ekki aðalmálið

Pólverjinn Robert Lewandowski var maður kvöldsins er hann skoraði fjögur mörk fyrir Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×