Einvígið ræðst í þessum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Jóhann Gunnar Einarsson átti fínan leik með Fram í fyrsta leiknum og skoraði fimm mörk. fréttablaðið/daníel Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira