Valfrelsi með humrinum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. maí 2013 07:00 Viðbrögð við ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um bann við sunnudagsopnun vínbúða, hafa verið vægast sagt öfgakennd. Áslaug svaraði spurningu Fréttatímans og sagðist trúa að sjálfstæðismenn sæju til þess að fólk gæti keypt hvítvín með humrinum og rauðvín með steikinni þegar því hentaði. Fyrir þessi ummæli var Heimdallarformanninum Áslaugu úthúðað á netinu og hún kölluð alls konar illum nöfnum, sem ekki eru hafandi eftir. Mikið af skítkastinu fór reyndar fram í athugasemdakerfi DV, þar sem stundum virðast sett þau skilyrði fyrir þátttöku í umræðum að fólk kunni hvorki málfræði né stafsetningu, hafi hvorki til að bera almenna skynsemi né kurteisi og kunni alls ekki að skammast sín. Með dónaskapnum stimplar fólk sig strax út úr vitrænni umræðu. En skoðum aðeins efni málsins. Mörgum fannst að það væri ekki forgangsmál að geta keypt áfengi á helgidögum; önnur brýnni verk biðu nýrrar ríkisstjórnar. Það er rétt, en Áslaug var heldur ekki spurð hvort þetta væri forgangsmál. Alls konar góð mál eru ekki forgangsmál, þótt þau eigi skilið að komast í framkvæmd. Þetta er þannig mál; það myndi ekki kosta skattgreiðendur neitt að hafa vínbúðir opnar á sunnudögum og líkast til myndi ríkið græða á meiri viðskiptum. Önnur rök eru þau að afnám bannsins myndi auka aðgengi að áfengi og það væri alveg voðalegt. Sú röksemd afhjúpar tvískinnunginn sem einkennir umræður um áfengismál á Íslandi. Aðgengi að áfengi hefur snaraukizt undanfarin ár; að hluta með fleiri vínbúðum sem hafa opið lengur, en þó miklu frekar með opnun hundraða vínveitingahúsa – sem eru vel að merkja líka opin á sunnudögum. Við þeirri þróun segir enginn neitt, enda er hún jákvæð og það eykur lífsgæði Íslendinga og gesta þeirra að geta keypt sér bjór eða vínflösku með matnum á veitingastað. En þegar formaður Heimdallar stingur upp á því að fólk sem vill frekar elda heima hjá sér geti líka keypt vín með máltíðinni á sunnudegi verður allt vitlaust. Það er ekki heil brú í þessu. Sjálfstæðismenn boða að bjór og léttvín verði selt í matvörubúðum – og þá væntanlega líka á sunnudögum. Auðvitað ætti að ganga lengra og leggja niður ríkisbúðir fyrir þessa einu vörutegund. Aðgengi að henni er hvort sem er almennt og víðtækt (nema á sunnudögum). Banni við sölu til unglinga má framfylgja með eftirliti og leyfisveitingum. Verðinu og tekjum ríkisins af sölunni má svo áfram stýra með skattlagningu. Þar hafa stjórnvöld reyndar gengið of langt síðustu ár, með þeim afleiðingum að landabrugg og smygl hefur stóraukizt. Leiðin til að sporna gegn áfengisbölinu er ekki að reyna að takmarka alla notkun á áfengi, heldur að berjast gegn misnotkun og ýta undir ábyrga vínmenningu. Þeir sem vilja tryggja athafna- og valfrelsi almennings ættu að styðja Áslaugu Örnu og félaga hennar í baráttunni gegn boðum, bönnum og ríkisforsjá. Þeir sem vilja berjast gegn áfengisbölinu ættu að kaupa álfinn og styrkja SÁÁ og önnur samtök sem vinna að forvörnum og hjálpa áfengisfíklum. Þetta eru engan veginn ósamrýmanleg markmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Viðbrögð við ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um bann við sunnudagsopnun vínbúða, hafa verið vægast sagt öfgakennd. Áslaug svaraði spurningu Fréttatímans og sagðist trúa að sjálfstæðismenn sæju til þess að fólk gæti keypt hvítvín með humrinum og rauðvín með steikinni þegar því hentaði. Fyrir þessi ummæli var Heimdallarformanninum Áslaugu úthúðað á netinu og hún kölluð alls konar illum nöfnum, sem ekki eru hafandi eftir. Mikið af skítkastinu fór reyndar fram í athugasemdakerfi DV, þar sem stundum virðast sett þau skilyrði fyrir þátttöku í umræðum að fólk kunni hvorki málfræði né stafsetningu, hafi hvorki til að bera almenna skynsemi né kurteisi og kunni alls ekki að skammast sín. Með dónaskapnum stimplar fólk sig strax út úr vitrænni umræðu. En skoðum aðeins efni málsins. Mörgum fannst að það væri ekki forgangsmál að geta keypt áfengi á helgidögum; önnur brýnni verk biðu nýrrar ríkisstjórnar. Það er rétt, en Áslaug var heldur ekki spurð hvort þetta væri forgangsmál. Alls konar góð mál eru ekki forgangsmál, þótt þau eigi skilið að komast í framkvæmd. Þetta er þannig mál; það myndi ekki kosta skattgreiðendur neitt að hafa vínbúðir opnar á sunnudögum og líkast til myndi ríkið græða á meiri viðskiptum. Önnur rök eru þau að afnám bannsins myndi auka aðgengi að áfengi og það væri alveg voðalegt. Sú röksemd afhjúpar tvískinnunginn sem einkennir umræður um áfengismál á Íslandi. Aðgengi að áfengi hefur snaraukizt undanfarin ár; að hluta með fleiri vínbúðum sem hafa opið lengur, en þó miklu frekar með opnun hundraða vínveitingahúsa – sem eru vel að merkja líka opin á sunnudögum. Við þeirri þróun segir enginn neitt, enda er hún jákvæð og það eykur lífsgæði Íslendinga og gesta þeirra að geta keypt sér bjór eða vínflösku með matnum á veitingastað. En þegar formaður Heimdallar stingur upp á því að fólk sem vill frekar elda heima hjá sér geti líka keypt vín með máltíðinni á sunnudegi verður allt vitlaust. Það er ekki heil brú í þessu. Sjálfstæðismenn boða að bjór og léttvín verði selt í matvörubúðum – og þá væntanlega líka á sunnudögum. Auðvitað ætti að ganga lengra og leggja niður ríkisbúðir fyrir þessa einu vörutegund. Aðgengi að henni er hvort sem er almennt og víðtækt (nema á sunnudögum). Banni við sölu til unglinga má framfylgja með eftirliti og leyfisveitingum. Verðinu og tekjum ríkisins af sölunni má svo áfram stýra með skattlagningu. Þar hafa stjórnvöld reyndar gengið of langt síðustu ár, með þeim afleiðingum að landabrugg og smygl hefur stóraukizt. Leiðin til að sporna gegn áfengisbölinu er ekki að reyna að takmarka alla notkun á áfengi, heldur að berjast gegn misnotkun og ýta undir ábyrga vínmenningu. Þeir sem vilja tryggja athafna- og valfrelsi almennings ættu að styðja Áslaugu Örnu og félaga hennar í baráttunni gegn boðum, bönnum og ríkisforsjá. Þeir sem vilja berjast gegn áfengisbölinu ættu að kaupa álfinn og styrkja SÁÁ og önnur samtök sem vinna að forvörnum og hjálpa áfengisfíklum. Þetta eru engan veginn ósamrýmanleg markmið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun