Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2013 13:45 Þórey Rósa og Rut fögnuðu titlinum vel og innilega. mynd/úr einkasafni Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira